Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 24. janúar 2015 13:33
Arnar Geir Halldórsson
Matti Vill: Alfreð ljósárum á undan mér í boltanum
Matthías Vilhjálmsson í landsleik gegn Svíum
Matthías Vilhjálmsson í landsleik gegn Svíum
Mynd: Hilmar Þór Guðmundsson
Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Start í Noregi sakar norska fjölmiðla um slæleg vinnubrögð og segir orð sín hafa verið tekin úr samhengi.

Matthías var á skotskónum í Flórída á dögunum þegar íslenska landsliðið atti kappi við Kanada í tveim æfingaleikjum. Hann var í viðtali við Aftenbladet þar sem hann ræddi meðal annars samkeppnina um framherjastöðuna í landsliðinu.

Vefsíða norska blaðsins hafði eftir Matthíasi að Alfreð Finnbogason fengi fá tækifæri hjá Lars Lagerback þar sem hann væri ekki nógu duglegur. Matthías segir farir sínar ekki sléttar og sakar blaðið um sorp blaðamennsku á Twitter-síðu sinni í dag.

Hér að neðan má sjá twitt frá Matthíasi í kjölfar fréttarinnar.












Athugasemdir
banner
banner