Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. janúar 2015 15:09
Magnús Már Einarsson
Myndband: Er þetta rautt á Gylfa?
Gylfi labbar af velli.
Gylfi labbar af velli.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson fékk beint rautt spjald í viðbótartíma þegar Swansea tapaði 3-1 gegn Blackburn í enska bikarnum í dag.

Gylfi skoraði stórkostlegt mark í fyrri hálfleik en hann var síðan rekinn af velli undir lokin.

Þetta var fyrsta rauða spjaldið sem Gylfi fær í 288 leikjum á atvinnumannaferli sínum en hann er líklega á leið í þriggja leikja bann nema Swansea reyni að áfrýja spjaldinu.

Gylfi tæklaði Chris Taylor leikmann Blackburn aftan frá og fékk beint rautt spjald.

Hér að neðan má sjá myndband af tæklingunni. Rétt rautt spjald?


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner