Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. janúar 2015 15:04
Arnar Geir Halldórsson
Næsti leikur Gylfa eftir mánuð?
Gylfi er á leið í leikbann
Gylfi er á leið í leikbann
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson gæti fengið allt að þriggja leikja bann eftir rauða spjaldið sem hann fékk í bikarleik gegn Blackburn í dag.

Fari svo að Gylfi fái þrjá leiki í bann, eins og venjan er, mun hann ekki spila leik fyrr en 21.febrúar þegar Swansea fær Man Utd í heimsókn.

Gylfi mun þá missa af leikjum liðsins gegn Southampton, Sunderland og WBA. Það yrði mikið áfall fyrir Swansea sem hefur ekki unnið deildarleik síðan á öðrum degi jóla en liðið er í 9.sæti deildarinnar með 30 stig.

Swansea er nýbúið að selja Wilfried Bony til Man City en hann, ásamt Gylfa, sá að mestu um markaskorun liðsins.

Þetta var fyrsta rauða spjald Gylfa á atvinnumannaferli hans en sá ferill spannar 288 leiki.

Sjá einnig:
Myndband: Gylfi með stórkostlegt mark gegn Blackburn
Athugasemdir
banner
banner