Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 24. janúar 2015 19:05
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo biðst afsökunar
Cristiano Ronaldo sendur í sturtu.
Cristiano Ronaldo sendur í sturtu.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo, framherji Real Madrid, hefur beðist afsökunar á hegðun sinni gegn Cordoba í dag.

Í stöðunni 1-1 sló hann varnarmanninn Edimar í baráttu í teignum og var sendur í sturtu með rautt spjald.

Ronaldo baðst afsökunar á Twitter en samherjar hans náðu að landa þremur stigum þrátt fyrir að spila tíu gegn ellefu.

„Ég bið alla afsökunar og sérstaklega Edimar. Þetta var algjört hugsunarleysi hjá mér," sagði Ronaldo.


Athugasemdir
banner
banner