lau 24. janúar 2015 16:50
Arnar Geir Halldórsson
Spánn: Cristiano Ronaldo sá rautt þegar Real marði Cordoba
Mynd: Getty Images
Cordoba 1 - 2 Real Madrid
1-0 Nabil Ghilas ('3 , víti)
1-1 Karim Benzema ('27 )
1-2 Gareth Bale ('89 , víti)
Rautt spjald: ,Cristiano Ronaldo, Real Madrid ('82)Federico Cartabia, Cordoba ('87)

Real Madrid heimsótti Cordoba í Spánarsparkinu í dag. Þessi lið eru í baráttu á sitthvorum enda töflunnar en það voru heimamenn í Cordoba sem komust yfir eftir 6 mínútur. Nabil Ghilas skoraði þá úr vítaspyrnu sem hinn einkar hressi Bebe fiskaði.

Karim Benzema jafnaði metin eftir tæplega hálftíma leik með marki sem kom eftir hornspyrnu James Rodriguez.

Það gerðist lítið í seinni hálfleiknum þar til á síðustu tíu mínútum leiksins en á 82.mínútu lét besti knattspyrnumaður heims, Cristiano Ronaldo, reka sig út af fyrir vitleysisgang.

Það kom þó ekki að sök því Gareth Bale skoraði sigurmark nokkrum mínútum seinna með marki úr vítaspyrnu.
Athugasemdir
banner
banner