Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 24. janúar 2015 18:25
Elvar Geir Magnússon
Stjóri Bradford: Gæti ekki verið stoltari
Phil Parkinson.
Phil Parkinson.
Mynd: Getty Images
Phil Parkinson, stjóri Bradford, var í besta skapi eftir að lið hans vann 4-2 útisigur gegn Chelsea á Stamford Bridge. Ákaflega óvænt úrslir í enska bikarnum.

„Þetta var magnað, sérstaklega í ljósi þess að við lentum tveimur mörkum undir. Strákarnir eru í skýjunum í klefanum núna og þetta afrek þeirra verður lengi í manna minnum, ekki bara í Bradford heldur um allt land," segir Parkinson.

„Að heimsækja topplið ensku úrvalsdeildarinnar og eitt besta lið Evrópu og skora fjögur mörk... það er erfitt að toppa það. Á löngum köflum vorum við betra liðið og ég gæti ekki verið stoltari."

„Mörkin sem við skoruðum voru gæðamörk. Jon Stead var magnaður en annars var frammistaða alls liðsins til fyrirmyndar."
Athugasemdir
banner
banner