Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. janúar 2018 10:05
Magnús Már Einarsson
Englendingar vilja mæta Íslandi
Icelandair
Úr leiknum fræga í Nice.
Úr leiknum fræga í Nice.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enskir stuðningsmenn vilja helst fá Ísland úr þriðja styrkleikaflokki í drættinum fyrir Þjóðadeildina í dag. Dregið er klukkan 11 en England er í öðrum styrkleikaflokki.

Englendingum er ferskt í minni 2-1 tapið gegn Íslandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi sumarið 2016.

Á Twitter síðu enska landsliðsins er könnun þar sem stuðningsmenn geta kosið hvaða andstæðingum þeir vonast eftir í drættinum.

Þegar þetta er skrifað er Ísland með 41% atkvæða af liðunum í styrkleikaflokki þrjú. Holland er með 28%, Króatía 16% og Pólland 5%.

Hér að neðan er hægt að taka þátt í könnunni en Twitter síða Knattspyrnusambands Íslands setti skilaboð við færsluna.





Athugasemdir
banner
banner