Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 24. janúar 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
Henry og Sanchez sverja af sér sakir
Sanchez kvaddi Arsenal í vikunni.
Sanchez kvaddi Arsenal í vikunni.
Mynd: Getty Images
Arsenal goðsögnin Thierry Henry hefur birt færslu á Twitter þar sem hann blæs á sögusagnir þess efnis að hann hafi sagt Alexis Sanchez að fara frá félaginu og ganga í raðir Manchester United.

Sanchez birti einnig færslu á Twitter í dag þar sem hann sagði slíkt hið sama.

Forsaga málsins er færsla sem Sanchez setti á Instagram þegar skiptin gengu í gegn. „Ég man í dag eftir spjalli sem ég átti vð Henry sem skipti um félag af sömu ástæðu og núna er komið að mér," sagði Sanchez á Instagram.

Henry, sem fór frá Arsenal til Barcelona árið 2007, segist ekki hafa sagt Sanchez að fara.

„Ég veit að ég þarf ekki að útskýra þetta fyrir flesta stuðningsmenn Arsenal en þrátt fyrir sögusagnir þess efnis þá sagði ég Alexis Sanchez aldrei að fara frá Arsenal. Ég hafði ekki hugmynd um að hann væri á leið til Man Utd fyrr en ég sá þetta í fréttunum eins og þið hin," sagði Henry á Twitter.

Sanchez sagði slíkt hið sama í dag. „Ég vil koma því á hreint að Henry sagði mér aldrei að fara frá félaginu, þetta var persónuleg ákvörðun ... hann ELSKAR félagið og einn daginn væri gaman að sjá hann sem þjálfara Arsenal því hann elskar félagið," sagði Sanchez á Twitter í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner