Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. janúar 2018 08:39
Magnús Már Einarsson
Hollenskur framherji í Víking R. (Staðfest)
Á að fylla skarð Castillion
Rick ten Voorde fagnar marki með Nec Nijmegen.
Rick ten Voorde fagnar marki með Nec Nijmegen.
Mynd: Getty Images
Víkingur R. hefur gert tveggja ára samning við hollenska framherjann Rick ten Voorde en hann mun leika með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Þetta staðfesti Heimir Gunnlaugsson, formaður meistaraflokksráðs Víkings, staðfesti þetta í samtali við Vísi.

Ten Voorde fær það stóra hlutverk að fylla skarð landa síns Geoffrey Castillion sem skoraði ellefu mörk í sextán leikjum með Víkingi í Pepsi-deildinni í fyrra. Castillion samdi við FH í vetur og Ten Voorde kemur nú í hans stað.

Ten Voorde hefur í vetur verið á mála hjá Hapoel Ramat Gan í næstefstu deild í Ísrael.

Á síðasta tímabili skoraði Ten Voorde níu mörk með Almere í hollensku B-deildinni.

Hinn 26 ára gamli Ten Voorde hefur talsvert spilað í hollensku úrvalsdeildinni á ferli sínum auk þess sem hann lék með Paderborn í þýsku B-deildinni tímabilið 2013/2014.

Ten Voord lék sinn fyrsta leik í úrvalsdeild með NEC árið 2009 en hann lék síðar einnig með RKC Waalwijk og NAC Breda í úrvalsdeildinni. Tímabilið 2011/2012 skoraði hann tíu mörk með RKC Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni.

Ten Voorde spilaði einnig með yngri landsliðum Hollands en hann skoraði meðal annars eitt mark í fjórum leikjum með U21 árs landsliðinu.

Komnir:
Gunnlaugur Hlynur Birgisson frá Víkingi Ó.
Rick ten Voorde frá Hapoel Ramat Gan
Sindri Scheving frá Val
Sölvi Geir Ottesen frá Guangzhou R&F
Trausti Sigurbjörnsson frá Haukum

Farnir:
Alan Löwing
Geoffrey Castillion í FH
Ívar Örn Jónsson í Val
Viktor Bjarki Arnarsson í HK
Athugasemdir
banner
banner