Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 24. janúar 2018 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Nær FH loksins að vinna?
Það hefur ekki gengið vel á undirbúningstímabilinu hjá Óla Kristjáns.
Það hefur ekki gengið vel á undirbúningstímabilinu hjá Óla Kristjáns.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er skemmtilegur dagur framundan í íslenska boltanum. Langa íslenska undirbúningstímabilið er komið á fullt skrið.

FH hefur ekki verið að spila vel á þessu undirbúningstímabili og hefur liðið ekki enn unnið leik í Bose mótinu og Fótbolta.net mótinu undir stjórn Ólafs Kristjánssonar.

FH tapaði öllum sínum leikjum í Bose mótinu og hefur tapaði einum og gert eitt jafntefli í Fótbolta.net mótinu hingað til. Mótherjinn í dag er Keflavík og það verður fróðlegt að sjá hvort FH nái loks að vinna.

Nágrannar FH í Haukum eru einnig að spila í dag. Haukarnir hafa verið að spila mjög ungu liði í síðustu leikjum sínum, en Haukastrákar mæti Víði úr Garði á Ásvöllum í kvöld og er sá leikur í B-deild Fótbolta.net mótsins.

Það er svo einn leikur í Kjarnafæðismótinu fyrir norðan þar sem KA 2 mætir Þór 2 í Boganum.

miðvikudagur 24. janúar

Fótbolta.net mótið - A deild - Riðill 2
17:30 Keflavík-FH (Reykjaneshöllin)

Fótbolta.net mótið - B deild - Riðill 2
19:45 Haukar-Víðir (Gaman Ferða völlurinn)

Kjarnafæðismótið - B-deild
20:00 KA 2-Þór 2 (Boginn)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner