mið 24. janúar 2018 08:30
Magnús Már Einarsson
Liverpool í viðræðum um Brasilíumann
Powerade
Luan er orðaður við Liverpool.
Luan er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur hækkað tilboð sitt í Aubameyang.
Arsenal hefur hækkað tilboð sitt í Aubameyang.
Mynd: Getty Images
Í dag er vika í að félagaskiptaglugginn loki og búast má við nokkrum félagaskiptum þangað til. Kíkjum á það sem blöðin eru að slúðra um í dag.



Arsenal hefur hækkað tilboð sitt í Pierre-Emerick Aubameyang (28) framherja Borussia Dortmund úr 48,3 milljónum punda upp í 50,9 milljónir punda. (Bild)

Raphael Honigstein, sérfræðingur í þýska boltanum, segir að félagaskipti Aubameyang velti á því hvort Arsenal sé tilbúið að lána Olivier Giroud (31) til Dortmund. (BBC Radio 5 Live)

Arsenal vill líka fá Jonny Evans (30) varnarmann WBA en hann hefur neitað að skrifa undir nýjan samning hjá félagi sínu. (Mirror)

Manchester United vill fá Jean Michael Seri (26) miðjumann Nice. (Sun)

Louis van Gaal, fyrrum stjóri Manchester United, er einn af þeim sem koma til greina sem næsti landsliðsþjálfari Ástralíu. (Telegraph)

Swansea ætlar að bjóða Nicolas Gaitan (29) framherja Atletico Madrid að fá 120 þúsund pund í laun á viku ef hann kemur til félagsins. (Sun)

Manchester City er að íhuga að fá Aymeric Laporte (23) frá Athletic Bilbao og Fred (24) frá Shakhtar Donetsk. (Guardian)

Raheem Sterling (23) er næstur í röðinni hjá Manchester City til að fá nýjan samning. Sterling fær 275 þúsund pund í laun á viku eftir framlengingu á samningi sínum. (Mirror)

Real Madrid vill fá David De Gea (27) markvörð Manchester United. Aðrar fréttir segja að Thibaut Courtois (25) markvörður Chelsea sé á óskalista Real. (Marca)

Liverpool hefur hafið viðræður við brasilíska félagið Gremio um kaup á framherjanum Luan (24). Leikmaðurinn er með riftunarverð upp á 16 milljónir punda í samningi sínum. (Yahoo Sport)

Javier Hernandez, framherji West Ham, hefur óskað eftir að fara frá félaginu en líklegt er að David Moyes hafni beiðni hans þar sem mikil meiðsli eru í fremstu víglínu hjá Hömrunum. (Express)

West Ham ætlar að ræða við Joao Mario (25) miðjumann Inter en hann er til sölu. (Mail)

WBA hefur áhuga á að fá Andre Schurrle (27) fyrrum leikmann Chelsea í sínar raðir. Schurrle gæti komið í láni frá Borussia Dortmund en þýska félagið myndi áfram borga hluta af launum leikmannsins sem hljóða upp á 140 þúsund pund á viku. (Mail)

Newcastle er tilbúið að gera Islam Slimani (29) framherja Leicester að dýrasta leikmanninum í sögu félagsins. (Mirror)

Brighton vill fá Aleksandar Mitroic (23) framherja Newcastle í sínar raðir. (Sky Sports)

Brighton lagði fram tilboð í Mitrovic en því var hafnað. (Chronicle)

WBA hefur áhuga á Benik Afobe framherja Bournemouth. (Sky Sports)

Fyrrum brasilíski framherjinn Ronaldo (41) er að íhuga að kaupa félag í næstefstu deild á Englandi eða Spáni. (Mail)

Ross McCormack (31) leikmaður Aston Villa gæti verið á leið til Leeds á nýjan leik. Tommy Elphick (30) varnarmaður Villa er líka á óskalista Leeds. (Yorkshire Post)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner