Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 24. janúar 2018 06:00
Elvar Geir Magnússon
Marokkó setur af stað kynningarherferð - Vill halda HM 2026
Marokkó vill halda HM.
Marokkó vill halda HM.
Mynd: Aðsend
Þann 13. júní verðir tilkynnt hvar HM 2026 mun fara fram. Marokkó hefur sett af stað kynningarherferð en þjóðin vill halda mótið.

Þá hafa Kanada, Mexíkó og Bandaríkin sent inn sameiginlega umsókn um að halda það.

„Við lofum að halda mót þar sem alvöru ástríða verður til staðar og við munum fagna í krafti sameiningar og friðar. Ef við fáum mótið mun fótboltinn, ungt fólk í landinu okkar, Afríka og heimurinn vinna," segir Moulay Hafid Elalamy. formaður umsóknarnefndar Marokkó.

Þetta er í fimmta sinn sem Marokkó sækir um HM. Þjóðin sótti um að halda mótið 1994, 1998, 2006 og 2010. Árið 2010 var HM í Suður-Afríku en það var í fyrsta sinn sem keppnin var haldin í Afríku.

Elalamy segir að Marokkó sé meira en tilbúið til að halda HM en keppnin verður stækkuð fyrir 2026 og munu 48 lið taka þátt í lokakeppninni.

HM verður í Rússlandi í sumar og í Katar 2022.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner