Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 24. janúar 2018 09:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Martin O'Neill ekki að fara neitt - Framlengir við Íra
Martin O'Neill verður áfram þjálfari Írlands.
Martin O'Neill verður áfram þjálfari Írlands.
Mynd: Getty Images
Martin O'Neill hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum hjá írska knattspyrnusambandinu. Hann verður áfram landsliðsþjálfari Írlands, en nýr samningur hans gildir til 2020.

Hinn 65 ára gamli O'Neill hefur verið eftirsóttur síðustu mánuði og vildi Stoke m.a. fá hann sem eftirmann Mark Hughes. O'Neill hafnaði því hins vegar og Paul Lambert tók við Stoke.

O'Neill tók við Írlandi af Giovanni Trapattoni árið 2013 og er nú á fimmta ári sínu með liðið.

Hann mun stýra liðinu í undankeppni EM 2020 og á mótinu sjálfu ef Írland verður á meðal þáttökuþjóða.

Roy Keane verður áfram aðstoðarmaður O'Neill.

Undir stjórn O'Neill og Keane komst Írland á EM 2016. Þar fór liðið í 16-liða úrslit þar sem niðurstaðan var tap gegn Frakklandi. Írland verður ekki með á HM á þessu ári eftir að hafa tapað gegn Danmörku í umspili um að komast inn á mótið.
Athugasemdir
banner
banner