Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 24. janúar 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mist í Fjölni (Staðfest)
Mynd: Fjölnir
Fjölnir hefur nælt í varnarmanninn Mist Þormóðsdóttur Grönvöld frá KR er segir í tilkynningu frá Grafarvogsfélaginu.

„Það er með mikilli ánægju sem við tilkynnum að nýjasti leikmaður félagsins er Mist Þormóðsdóttir Grönvold," segir í tilkynningu sem Fjölnir sendi frá sér.

Mist, sem leikur sem miðvörður, skrifaði undir samning við Fjölni sem gildir út tímabilið 2019.

Mist kemur eins og áður segir frá KR. Hún er fædd 1999 og á að baki 31 leik í efstu deild kvenna.

Síðustu tvö tímabil hefur hún leikið með KR í Pepsi-deildinni.

Hún á einnig leiki að baki með U19 og U17 ára landsliðum kvenna.

Fjölnir komst upp úr 2. deild kvenna síðasta sumar og hefur félagið verið duglegt við að styrkja sig í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner