Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 24. janúar 2018 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Umboðsmenn Lucas Moura funda með Napoli
Gæti farið til Ítalíu.
Gæti farið til Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Umboðsmenn Brasilíumannsins Lucas Moura munu funda með ítalska félaginu Napoli í dag. Frá þessu segir Sky á Ítalíu.

Moura er eftirsóttur og er Napoli alls ekki eina liðið sem vill fá hann í sínar raðir. Kínverska félagið Shandong Luneng hefur líka sýnt mikinn áhuga á þessum 25 ára gamla leikmanni auk þess sem Tottenham er sagt áhugasamt um hann.

Moura er ekki sáttur hjá PSG og vill komast í burtu sem fyrst. Hann hefur mjög lítið fengið að spila á tímabilinu og er langt frá því að vera sáttur með hlutverk sitt.

Talið er að PSG vilji bara selja hann, ekki lána hann.

Það verður áhugavert að sjá hvernig fundurinn gengur hjá Napoli en það má fastlega gera ráð fyrir því að Moura verði búinn að skipta um lið þegar janúarmánuður er á enda.
Athugasemdir
banner
banner
banner