Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 24. janúar 2018 09:30
Magnús Már Einarsson
Verður Jörgensen dýrastur í sögu Newcastle?
Nicolai Jörgensen.
Nicolai Jörgensen.
Mynd: Getty Images
Hollenska félagið Feyenoord hefur hafnað fyrsta tilboði frá Newcastle í danska framherjann Nicolai Jörgensen.

Samkvæmt frétt Sky er Mike Ashley, eigandi Newcastle, tilbúinn að gera Jörgensen að dýrasta leikmanni í sögu félagsins. Michael Owen er dýrastur í sögu Newcastle en hann kostaði 16 milljónir punda á sínum tíma.

Feyenoord ku hins vegar vilja meira en 20 milljónir punda fyrir leikmanninn og óvíst er hvort félögin nái saman.

Jörgensen hefur skorað 26 mörk í 43 leikjum með Feyenoord síðan hann kom til félagsins frá FC Kaupmannahöfn árið 2016.

Brighton vill fá framherjann Aleksandar Mitrovic frá Newcastle en síðarnefnda félagið ætlar ekki að selja hann nema nýr framherji komi í staðinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner