Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 24. febrúar 2017 17:00
Magnús Már Einarsson
Sjónvarpið: Myndi aldrei sjá um Snapchat á leikdegi
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net.  Fanndís Friðriksdóttir, Hildur Einarsdóttir og Kjartan Atli Kjartansson.
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net. Fanndís Friðriksdóttir, Hildur Einarsdóttir og Kjartan Atli Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Í sjónvarpsþættinum Fótbolti.net var tekin hressileg umræða um samfélagsmiðla. Gestir þáttarins tjáðu sig meðal annars um það hvort að þeir myndu banna leikmönnum að vera á samfélagsmiðlum ef þeir væru þjálfarar.

„Ég myndi klárlega hafa reglur. Ég held að það sé hjá körlunum í Breiðablik. Það eru ekki brjálaðar reglur en það eru pælingar hvernig á að gera þetta. Það eru því miður sumir það vitlausir að þeir geta ekki verið frjálsir á samfélagsmiðlum og sagt allt sem þeir vilja,“ sagði Hildur Einarsdóttir.

Fanndís Friðriksdóttir segir að ekki hafi verið settar reglur um notkun samfélagsmiðla hjá kvennalandsliðinu eða Breiðabliki. Hún telur þó að reglur verði settar um notkun samfélagsmiðla fyrir EM í sumar.

„Ég held það verði í sumar. Eftir leik þegar maður getur ekki sofnað þá er maður að skrolla í símanum langt fram eftir nóttu. Maður þarf að geta kúplað sig út úr þessu og það er gott fyrir alla að geta lagt frá sér símann."

Fanndís segir að það trufli leikmenn ef þeir eru með Snapchat fyrir fyrirtæki á leikdegi. „Á Íslandi er mikið verið að biðja fólk um að taka snappið fyrir eitthvað á leikdegi. Ég myndi aldrei gera þetta á leikdegi. Þá fer fókusinn annað. Þú þarft að vera mynd sem aðrir horfa á. Sýna hvað er gaman að hjá þér og hvað þú ert dugleg að borða. Þú missir fókusinn á því sem skiptir máli og það er leikurinn. Ég veit um einn sem tók eitthvað snapp á leikdegi og var síðan ömurlegur í leiknum af því að fókusinn var annars staðar," sagði Fanndís.

Gestir vikunnar í sjónvarpsþættinum
Fanndís Friðriksdóttir - @fanndis90
Hildur Einarsdóttir - @HildurEinarsd
Kjartan Atli Kjartansson- @Kjartansson4

Hér að ofan má sjá umræðuna í heild sinni.

Sjá einnig:
Sjónvarpið: Á Rooney að fara til Kína?
Sjónvarpið: Samfélagsmiðlar hafa breytt fögnum leikmanna
Sjónvarpið: Hvaða fótboltamenn eru bestir á samfélagsmiðlum?
Athugasemdir
banner
banner
banner