Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   fös 24. febrúar 2017 22:39
Hafliði Breiðfjörð
Willum um nýtt leikkerfi: Fannst það koma vel út
Willum Þór Þórsson þjálfari KR.
Willum Þór Þórsson þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var góður sigur og við spiluðum virkilega vel í fyrri hálfleik. Við höfðum tök á leiknum í fyrri hálfleik en þú getur aldrei verið rólegur þegar Fjölnir er annars vegar. Þetta eru sprækir og sterkir strákar," sagði Willum Þór Þórsson þjálfari KR eftir 3-1 sigur á Fjölni í Lengjubikarnum í kvöld en staðan í hálfleik var 3-0 fyrir KR.

„Það sýndi sig í seinni hálfleik, þeir komu af gríðarlegum krafti í seinni hálfleikinn og við vorum svolítið sofandi og fengum á okkur mark. En ég er ánægður með að við höfum staðið það af okkur og komið okkur inn í leikinn. Þetta var hark í seinni hálfleik frekar en fyrri."

Willum fór sömu leið og mörg önnur lið hafa gert í vetur og spilaði með þriggja miðvarða vörn eins og besta lið Englands, Chelsea, hefur gert með góðum árangri í vetur.

„Það eru nokkur lið að fikra sig áfram með þetta, sem er bara eðlilegt. Ein leiðin til að svara því er að geta spilað það sjálfur. Mér fannst það koma vel út, menn eru að læra þetta," sagði Willum.

„Það þarf að vinna þetta hægt og rólega inn. Við höfum verið að taka þetta einn og einn hálfleik hingað til og spiluðum heilan leik í dag. Þetta er að koma hægt og rólega. 1997 var ég með Þrótt í 1. deild og við unnum deildina með sama leikkerfi. Þetta fer í hringi, núna eru félög að spila þetta með sama árangri, við sáum þetta í Heimsmeistarakeppninni þar sem menn voru að úrfæra þetta vel. Svo sjáum við Chelsea gera þetta virkilega vel og þá fara menn að stúdera þetta."

Willum er að leita að framherja í lið KR fyrir komandi tímabil, ég spurði að lokum út í þá leit.

„Við erum að leita að framherja því það eru þrír framherjar farnir frá því síðasta sumar. Við erum búnir að fá Garðar Jóhannsson, Robert Johan Sandnes og Arnór Svein Aðalsteinsson en það var meira hugsað til að þétta línurnar. Við þurfum allavega einn hreinan framherja fyrir þessa þrjá, Denis Fazlagic, Morten Beck Andersen og Jeppe Hansen. Við erum að leita á fullu, höfum fengið ábendingar hingað og þangað en ekki ennþá hitt á réttan mann."
Athugasemdir
banner
banner
banner