Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 24. mars 2017 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ander Herrera: Zlatan getur verið mjög pirrandi
Mynd: Getty Images
Ander Herrera, miðjumaður Manchester United, segir að liðsfélagi sinn, Zlatan Ibrahimovic, sé snillingur. Hann segir þó einnig að keppnisskapið hjá Svíanum sé stundum pirrandi.

Zlatan kom til Man Utd fyrir þetta tímabil, en síðast var hann á mála í frönsku höfuðborginni hjá Paris Saint-Germain.

Zlatan hefur reynst happafengur fyrir United þar sem hann hefur náð að skora 26 mörk í öllum keppnum. Það voru margir sem efuðust um hann fyrir tímabilið, en hann hefur þaggað niður í gagnrýnisröddunum.

„Hann er snillingur," sagði Herrera við Marca. „Hann getur sagt að hann muni skora 30 mörk og að hann sé bestur og hann mun komast upp með það."

„Hann er svo góður að hann getur gert það."

„Hann getur líka verið mjög pirrandi," sagði Herrera enn fremur. „Hann getur verið mjög pirrandi vegna þess að hann vill vinna allt, hvað sem það er, hann vill vinna það."
Athugasemdir
banner
banner
banner