fös 24. mars 2017 23:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
O’Neill staðfestir að Coleman sé fótbrotinn - „Slæmt brot"
Coleman var borinn af velli í kvöld.
Coleman var borinn af velli í kvöld.
Mynd: Getty Images
Martin O’Neill, landsliðsþjálfari Írlands, staðfesti það við fjölmiðla strax eftir leik Írlands og Wales að Seamus Coleman væri illa fótbrotinn. Bakvörðurinn fór strax upp á sjúkrahús.

Coleman lenti í skelfilegri tæklingu frá Neil Taylor, varnarmanni Wales, en Taylor fékk beint rautt spjald.

Við fyrstu sýn leit Coleman út fyrir að vera illa fótbrotinn og nú hefur O’Neill staðfest að svo sé.

„Þetta er slæmt brot," sagði O’Neill við blaðamenn. „Seamus er frábær leikmaður og persónuleiki - þetta er áfall fyrir hann, fyrir félag hans og okkur."

Coleman verður væntanlega ekki meira með á þessu tímabili, sem er áfall fyrir lið hans, Everton. Næsti leikur Írlands er vináttulandsleikur gegn Íslandi á þriðjudag, en þar verður Coleman ekki með.

Skilaboðunum hefur rignt yfir bakvörðinn, en hér að neðan má sjá brot af því besta.












Sjá einnig:
Myndband: Tímabilið búið hjá Coleman eftir skelfilega tæklingu
Athugasemdir
banner
banner
banner