Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. mars 2017 21:37
Elvar Geir Magnússon
Einkunnir Íslands: Gylfi maður leiksins með 9
Icelandair
Gylfi á vítapunktinum.
Gylfi á vítapunktinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú er lokið leik Kosóvó og Íslands í undankeppni HM. Hér að neðan má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net eftir leikinn.

Hannes Þór Halldórsson 7
Reyndi ekki mikið á Hannes en eins og hans er von og vísa var hann klár þegar á þurfti að halda.

Birkir Már Sævarsson 8
Ógnandi þegar hann kom upp eins og vindurinn. Fékk víti.

Kári Árnason 7
Hafði í nægu að snúast og stóð sig mjög vel þó hann hafi verið heppinn í nokkur skipti.

Ragnar Sigurðsson 7
Skiljanlega smá ryð í Ragga en hann sýndi kröftuga frammistöðu og átti frábæra tæklingu á hættulegu mómenti.

Ari Freyr Skúlason 6
Ari átti á heildina fínan leik þó hann hafi í nokkur skipti lent í brasi.

Emil Hallfreðsson 6
Gerir engin alvarleg mistök varnarlega en ákvarðanatökurnar sóknarlega í seinni hálfleik hefðu mátt vera betri.

Gylfi Þór Sigurðsson 9 - Maður leiksins
Geggjuð sending þegar við fengum vítið, skoraði úr vítinu og átti stóran þátt í fyrra markinu. Klobbinn var líka konfekt.

Aron Einar Gunnarsson 7
Solid vinnuframmistaða frá fyrirliðanum.

Arnór Ingvi Traustason 7
Sprækur á kantinum og átti lipur tilþrif í aðdraganda fyrri marksins.

Björn Bergmann Sigurðarson 8
Skoraði sitt fyrsta landsliðsmark, hljóp mikið og vann fyrir liðið.

Viðar Örn Kjartansson 6
Hefur væntanlega viljað fá aðeins meira út úr þessu tækifæri sínu.

Varamaður sem fær einkunn:
Jón Daði Böðvarsson 6
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner