Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. mars 2017 16:50
Magnús Már Einarsson
Fjölnir að krækja í króatískan varnarmann
Fjölnismenn eru að fá liðsstyrk.
Fjölnismenn eru að fá liðsstyrk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir er að semja við varnarmanninn Ivica Dzolan en fjölmiðlar í Króatíu greina frá þessu í dag.

Dzolan er 29 ára gamall miðvörður en hann er 193 cm á hæð. Hann hefur verið á mála hjá úrvalsdeildarliði NK Osijek síðan árið 2015.

Dzolan hefur lítið fengið að spila á þessu tímabili og hann hefur fengið sig lausan frá NK Osijek.

Fjölnir hefur verið í leit að miðverði í vetur eftir að ljóst varð að Tobias Salquist yrði ekki áfram hjá liðinu og nú virðist þeirri leit vera að ljúka.

Fjölnismenn eru þesas stundina í æfingabúðum á Spáni og eru í góðum málum þar eins og aðstoðarþjálfarinn Guðmundur Steinarsson sýndi á Twitter í dag.



Athugasemdir
banner
banner
banner