Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 24. mars 2017 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Í sex mánaða bann fyrir að traðka á Witsel
Witsel ásamt kínverskum aðdáanda.
Witsel ásamt kínverskum aðdáanda.
Mynd: Getty Images
Lífið er ekki að leika við kínverska landsliðsmanninn Qin Sheng hjá Shanghai Shenhua. Hann hefur nú verið settur í sex mánaða bann fyrir atvik sem gerðist fyrr í þessum mánuði. Það er ekki nóg með það því hann var einnig sektaður um 14 þúsund pund.

Sheng traðkaði viljandi á mótherja sínum, belgíska landsliðsmanninum Axel Witsel hjá Tianjin Quanjian.

Hann fékk upprunlega væna sekt, var færður niður í varaliðið og einnig lækkaður í launum. Þá var honum skipað að senda frá sér opinbera afsökunarbeiðni.

Nú hefur kínverska knattspyrnusambandið tekið málið í sínar hendur. Þeir ákváðu að senda leikmanninn í sex mánaða bann, ásamt því að sekta hann, fyrir að traðka á Witsel.

Liðsfélagi Sheng, hann Sun Shilin, hefur einnig verið settur í bann, þó aðeins í tvo leiki. Bannið fær hann eftir að hafa hæðst að Alexandre Pato, liðsfélaga Witsel hjá Tianjin Quanjian, eftir að hann klúðraði vítaspyrnu.

Sjá einnig:
Traðkaði á Witsel - Hent í varaliðið og lækkaður í launum
Athugasemdir
banner
banner