Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 24. mars 2017 07:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Landslið Sýrlands getur komist á HM
Omar Kharbin tryggði Sýrlendingum sigur í gær
Omar Kharbin tryggði Sýrlendingum sigur í gær
Mynd: Getty Images
Karlalandslið Sýrlands á fína möguleika til þess að komast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á næsta ári.

Sýrland spilaði í gær gegn Úzbekistan og var markalaust eftir venjulegan leiktíma. Þá fengu Sýrlendingar vítaspyrnu og skoraði Omar Kharbin úr henni með Panenka spyrnu.

Sýrland er í fjórða sæti í sínum riðli í undankeppni HM í Asíu en tvö efstu lið riðilsins komast beint á HM og liðið í þriðja sæti fer í umspil.

Árangur Sýrlands er merkilegur fyrir þær sakir að borgarastyrjöld hefur verið í Sýrlandi undanfarin ár og hefur Sýrland þurft að spila heimaleiki sína á hlutlausum völlum. Heimaleikir Sýrlands hafa farið fram í Malasíu síðan í september.

Völlurinn í Malasíu er rúmlega 7.000 kílómetrum frá Sýrlandi og þurfa Sýrlendingar því að ferðast ansi langt til að spila heimaleiki sína.
Athugasemdir
banner
banner
banner