Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. mars 2017 09:42
Magnús Már Einarsson
Man Utd að landa Griezmann?
Powerade
Griezmann gæti farið til Manchester United í sumar.
Griezmann gæti farið til Manchester United í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Michael Keane er eftirsóttur.
Michael Keane er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin elska að slúðra fyrir félagaskiptagluggann í sumar.



Manchester United er nálægt því að kaupa Antoine Griezmann (26) frá Atletico Madrid á 86 milljónir punda. (Manchester Evening News)

Real Madrid vonast til að fá Eden Hazard (26) og Thibaut Courtois frá Chelsea í sumar. (Guardian)

Tottenham er tilbúið að hlusta á tilboð í Moussa Sissoko í sumar. Hann kostaði félagið 30 milljónir punda í fyrra. (L'Equipe)

Manchester City er tilbúið að eyða 40 milljónum puna til að kaupa Kingsley Coman (20) frá Juventus þegar tveggja ára lánsdvöl hans hjá Bayern lýkur. (Daily Mirror)

Riyad Mahrez (26), kantmaður Leicester, hefur verið í viðræðum við Barcelona en hann vill fara þangað á 35 milljónir punda í sumar. (Sport)

Liverpool ætlar að berjast við Everton um Michael Keane (24), varnarmann Burnley. (Daily Mail)

Jermain Defoe (34) vill fara frá Sunderland til West Ham en þetta segir Ian Wright fyrrum leikmaður Arsenal. (Sun)

Claudio Ranieri, fyrrum stjóri Leicester, er að fá tilboð frá Palermo í ítölsku úrvalsdeildinni. (Marca)

Arsenal ætlar að berjast við Tottenham um Leon Goretzka (22), miðjumann Schalke en hann var að hafna nýjum samningi hjá þýska félaginu. (Daily Mirror)

West Ham ætlar að bjóða Winston Reid (28) nýjan samning upp á 70 þúsund pund í laun á viku. (Sun)

Barcelona hefur rætt við Isco (24) um að koma til félagsins frá Real Madrid í sumar. (Daily Express)

Adnan Januzaj, kantmaður Manchester United, segist ekki vita hvar hann spilar á næsta tímabili. Januzaj er í láni hjá Sunderland í dag. (Sunderland Echo)

Manchester City ætlar að gera Gianluigi Donnarumma (18), markvörð AC Milan, að dýrasta leikmanni í heimi með því að kaupa hann á 130 milljónir punda. (Sky Sports)

Everton er í viðræðum við Nottingham Forest um kaup á miðjumanninum Brennan Johnson (15). (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner