Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. mars 2017 13:30
Magnús Már Einarsson
Mourinho í Zagreb - Ræðir við manninn sem fékk rautt gegn Íslandi
Ivan Perisic tæklar Ara Freyr Skúlason.
Ivan Perisic tæklar Ara Freyr Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, er mættur til Zagreb í Króatíu.

Króatar mæta Úkraínu í riðli Íslands í undankeppni HM í kvöld en ekki er þó víst að Mourinho sé að fara að mæta á þann leik.

Króatískir fjölmiðlar segja að erindi Mourinho í Zagreb sé að ræða við Ivan Perisic miðjumann Inter.

Perisic er í leikbanni í kvöld þar sem hann fékk rauða spjaldið gegn Íslandi í nóvember.

Perisic kemur aftur inn í lið Króata í vináttuleik gegn Eistlandi á þriðjudag en hann er með frídag í dag og talið er að Mourinho ætli að ræða við hann.

Hinn 28 ára gamli Perisic er líklega á förum frá Inter í sumar þar sem ólíklegt er að liðið nái Meistaradeildarsæti.

Talið er að verðmiðinn á Perisic hljóði upp á 35 milljónir punda og Mourinho er farinn að vinna í að fá hann til United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner