Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 24. mars 2017 08:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Podolski segir að Rooney eigi kveðjuleik skilið
Rooney er markahæsti leikmaður í sögu Englands
Rooney er markahæsti leikmaður í sögu Englands
Mynd: Getty Images
Lukas Podolski segir að Wayne Rooney eigi skilið kveðjuleik á Wembley þegar landsliðsferli hans með Englandi lýkur.

Podolski sagði það gott með þýska landsliðinu eftir Evrópumótið síðasta sumar en var kallaður til baka til þess að leikja kveðjuleik sinn gegn Englandi.

Leikurinn fór fram á miðvikudag og sigraði Þýskaland, 1-0. Podolski skoraði eina mark leiksins með glæsilegu marki en þetta var hans 130. landsleikur.

Rooney og Podolski eru jafngamlir og er landsliðsferill þess fyrrnefnda á niðurleið en hann hefur leikið 119 landsleiki og skorað 53 mörk. Rooney er markahæstur í sögu enska landsliðsins.

Rooney hefur gefið það út að hann muni leggja landsliðsskónna á hilluna eftir heimsmeistaramótið 2018 í Rússlandi.

„Hann er einn sá besti í sögu Englands. Ég veit ekki hvort það sé hefð fyrir því í Englandi að halda kveðjuleiki, en þegar ég verð stjóri Englands eða forseti knattspyrnusambandsins, þá mun ég segja 'Rooney, þú færð leik í næstu viku!'," sagði Podolski
Athugasemdir
banner