Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 24. mars 2017 11:30
Magnús Már Einarsson
Sjáðu markið: Alfreð skoraði í endurkomunni
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason skoraði mark Augsburg í 1-1 jafntefli liðsins gegn Greuther Fürth í gær. Um var að ræða æfingaleik sem var leikinn bakvið luktar dyr.

Alfreð skoraði mark Augsburg með þrumuskoti á 18. mínútu leiksins.

Þetta var fyrsti leikur Alfreðs síðan í október en þá fór hann af velli í leik Íslands og Tyrklands.

Alfreð hefur síðan þá verið að glíma við þrálát nárameiðsli en um er að ræða bólgur í lífbeini sem leiða niður í nárann.

Undanfarnar vikur hefur Alfreð verið að komast í gang á nýjan leik á æfingum og nú styttist í endurkomu hans í þýsku Bundesliguna.

Hér að neðan má sjá myndband úr leiknum en mark Alfreðs kemur eftir rúma eina mínútu.

Myndbandsdómarar voru prófaðir í leiknum og í myndbandinu má sjá þegar dómarinn dæmir vítaspyrnu sem var síðan breytt í aukaspyrnu þar sem brotið var utan teigs.


Athugasemdir
banner
banner