Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 24. mars 2017 18:00
Magnús Már Einarsson
Sonur Kluivert stefnir á Barcelona
Justin Kluivert (til vinstri).
Justin Kluivert (til vinstri).
Mynd: GettyImages
Justin Kluivert, framherji Ajax, vill feta í fótspor föður síns Patrick og spila með Barcelona.

Hinn 17 ára gamli Justin er mikið efni en hann er byrjaður að skora með aðalliði Ajax. Faðir hans skoraði á sínum tíma 110 mörk í 232 leikjum með Barcelona.

„Ég lít upp til Cristiano Ronaldo. Ekki bara út af gæðunum hjá honum heldur líka hvernig hann lifir, borðar og æfir. Hann er gott fordæmi fyrir mig," sagði Justin.

„Barcelona er hins vegar draumafélagið mitt. Innan sjö ára þá vil ég vera hjá Barcelona.

„Áður en ég geri það þá vil ég spila á Englandi. Ég kann mjög vel við deildina þar og ég vil spila þar."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner