fös 24. mars 2017 05:55
Elvar Geir Magnússon
Shkoder, Albaníu
Undankeppni HM í dag - Ísland mætir Kosóvó
Icelandair
Frá æfingu Íslands í Albaníu í gær.
Frá æfingu Íslands í Albaníu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld klukkan 19:45 að íslenskum tíma eigast við Kosóvó og Ísland í undankeppni HM. Afar mikilvægt er fyrir íslenska landsliðið að vinna leikinn til að það nái markmiðum sínum að komast á HM í Rússlandi.

Ísland er í þriðja sæti I-riðils og gæti farið upp um sæti í kvöld en tvö efstu liðin, Króatía og Úkraína, eigast við innbyrðis. Kosóvó er í neðsta sæti riðilsins með eitt stig og markatöluna 1-12 eftir fjóra leiki.

Alls eru níu leikir í undankeppni HM í dag og eru sex af þeim sýndir beint á Íslandi.

D-riðill:
17:00 Georgía - Serbía (Stöð 2 Sport 3)
19:45 Austurríki - Moldavía
19:45 Írland - Wales (Stöð 2 Sport 4)

G-riðill:
19:45 Ítalía - Albanía
19:45 Liechtenstein - Makedónía
19:45 Spánn - Ísrael (Stöð 2 Sport 2)

I-riðill:
17:00 Tyrkland - Finnland(Stöð 2 Sport 2)
19:45 Króatía - Úkraína(Stöð 2 Sport 3)
19:45 Kosóvó - Ísland (RÚV)

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner