Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 24. mars 2017 17:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vináttulandsleikur: Fílabeinsströndin með sigur á Rússlandi
Zaha var á skotskónum fyrir Fílabeinsströndina.
Zaha var á skotskónum fyrir Fílabeinsströndina.
Mynd: Getty Images
Rússland 0 - 2 Fílabeinsströndin
0-1 Jonathan Kodjia ('30 )
0-2 Wilfried Zaha ('70 )

Rússland mun halda HM 2018. Þeir taka því ekki þátt í undankeppni fyrir mótið og leika þess í stað vináttulandsleiki. Þeir mættu Fílabeinsströndinni í Krasnodar í dag.

Fyrsta markið kom eftir hálftíma og það gerði Jonathan Kodjia, sóknarmaður Aston Villa, fyrir Fílabeinsströndina.

Staðan var 1-0 í hálfleik, en í seinni hálfleiknum bætti kantmaðurinn Wilfried Zaha við öðru marki og þar við sat.

Lokatölur urðu 2-0 fyrir Fílabeinsströndina, en Rússar þurfa að gera betur. Þeir mæta Belgum í Sochi á þriðjudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner