Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 24. mars 2017 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wenger: Vorum með samkomulag við Suarez
Wenger hefur misst af mörgum leikmönnum í gegnum tíðina.
Wenger hefur misst af mörgum leikmönnum í gegnum tíðina.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að sóknarmaðurinn Luis Suarez hafi árið 2013 samþykkt að ganga í raðir Lundúnarfélagsins.

Arsenal bauð 40 milljónir og eitt pund til viðbótar í þennan öfluga sóknarmann árið 2013. Þá var hann leikmaður Liverpool.

Arsenal-menn töldu að klásúla væri í samningi Suarez hjá Liverpool, en svo var ekki. Liverpool hafnaði boðinu og seldi hann svo ári síðar til Barcelona fyrir 75 milljónir punda.

„Við vorum mjög nálægt þessu, við náðum samkomulagi við leikmanninn," sagði Wenger við beIN SPORTS. „Við fengum villandi fréttir um að hann væri með klásúlu í samningi sínum, en við vorum þrátt fyrir það með samkomulag við leikmanninn. Þið getið spurt hann," sagði Wenger enn fremur.

„Ég er viss um að hann hafi viljað koma til okkar. Þeir héldu honum í eitt ár til viðbótar, þeir bættu samninginn hans og lofuðu að selja hann ári síðar."
Athugasemdir
banner
banner
banner