Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 24. mars 2017 17:37
Magnús Már Einarsson
Xabi Alonso: Ég spilaði með besta liðinu á Englandi
Xabi Alonso í leik með Liverpool.
Xabi Alonso í leik með Liverpool.
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn Xabi Alonso leggur skóna á hilluna í sumar eftir farsælan feril.

Alonso hefur á ferlinum leikið með Real Sociedad, Liverpool, Real Madrid og Bayern Munchen. Hann segist hafa náð að spila með bestu liðunum á Englandi, Spáni og í Þýskalandi.

„Ég hef verið heppinn að fá spila með frábærum félögum. Ég fór frá heimafélagi mínu til Liverpool til Real Madrid og þaðan til Bayern Munchen," sagði Alonso.

„Ég hef að mínu mati spilað með besta liðinu á Englandi, besta liðinu á Spáni og besta liðinu í Þýskalandi. Það er það sem ég vildi, eiga góðan feril. Ég hef spilað með frábærum leikmönnum og unnið með frábærum stjórum. Ég hef lært mikið af þeim öllum."

„Ég hef verið heppinn en ég hef skapað þessa heppni. Ég hef verið réttur maður á réttum stað nokkrum sinnum. Ég hefði aldrei getað látið mig dreyma um að eiga svona góðan feril."
Athugasemdir
banner
banner
banner