Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 24. mars 2017 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Xhaka: Ég er ekki heilalaus hálfviti
Dómararnir hafa verið spjaldaglaðir við Xhaka.
Dómararnir hafa verið spjaldaglaðir við Xhaka.
Mynd: Getty Images
Granit Xhaka, miðjumaður Arsenal, er ekki sáttur með gagnrýnina sem hann hefur fengið. Hann segir að gagnrýnendur hafi málað sig sem heilalausan hálfvita.

Xhaka gekk til liðs við Arsenal frá Borussia Mönchengladbach síðasta sumar og hefur ekki fundið sig almennilega í Lundúnarborg.

Hann hefur nú þegar fengið tvö rauð spjöld, ásamt því að fá níu gul spjöld, en hann hefur verið gagnrýndur mjög fyrir það.

„Það sem særir mig mikið er það hvaðan gagnrýnin kemur og hvernig hún er. Þetta kemur ekki frá félaginu, heldur frá gömlu leikmönnum sem þekkja mig ekki neitt," sagði Xhaka við svissneska fjölmiðla.

„Fólk sem þekkir það ekki neitt hvernig ég spila, hefur ráðist á mig með því að láta mig líta út eins og heilalausan hálfvita."

Sjá einnig:
Wenger: Xhaka er fórnarlamb
Athugasemdir
banner
banner