banner
   lau 24. mars 2018 20:00
Gunnar Logi Gylfason
De Gea og Reina ekki sáttir með HM boltann
David de Gea
David de Gea
Mynd: Getty Images
Spánverjarnir David de Gea, einn besti markvörður heims og leikmaður Manchester United, og Pepe Reina, markvörður Napoli, eru ekki ánægðir með boltann sem verður notaður á HM í Rússlandi í sumar.

Þetta sögðu þeir eftir æfingaleik Spánar og Þýskalands sem fór 1-1.

Thomas Müller skoraði fyrir Þýskaland í leiknum en de Gea kennir boltanum ekki um það en finnst boltinn þó vera skrýtinn.

„Hann er mjög skrýtinn," sagði de Gea. „Hann hefði getað verið gerður mun betri."

Pepe Reina var sammála kollega sínum og gekk enn lengra.

„Ég skal veðja eins miklu og þú vilt að við munum sjá að minnsta kosti 35 mörk úr langskotum í Rússlandi því það er ómögulegt að reikna skotin með boltanum út," sagði hann og hélt áfram: „Hann er þakinn plastfilmu sem gerir það að verkum að það er erfitt að halda í boltann. Markmenn munu vera í miklum vandræðum með þennan bolta."
Athugasemdir
banner
banner
banner