Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 24. mars 2018 23:00
Gunnar Logi Gylfason
Emre Can farinn aftur til Liverpool vegna meiðsla
Mynd: Getty Images
Emre Can, leikmaður Liverpool og landsliðsmaður Þýskalands, hefur yfirgefið herbúðir þýska landsliðsins og farið aftur til Liverpool vegna bakmeiðsla sem hann hlaut í 5-0 sigri liðsins gegn Watford.

Þrátt fyrir meiðslin valdi Joachim Löw leikmanninn í þýska landsliðshópinn fyrir vináttulandsleiki gegn Spáni og Brasilíu.

Can var ekki einu sinni á bekknum í 1-1 jafntefli Þýskalands gegn Spáni vegna meiðslanna en Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, telur meiðslin ekki alvarleg.

Vonast er til þess að Can verði tilbúinn fyrir leik Liverpool gegn Crystal Palace eftir viku en Liverpool er í góðri stöðu í baráttunni um Meistaradeildarsæti og er liðið sem stendur í 3.sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner