Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. mars 2018 15:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn B-deild: Víðir vann í Suðurnesjaslag
Andri gerði sigurmark Víðis.
Andri gerði sigurmark Víðis.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Víðir 3 - 2 Reynir S.
1-0 Nathan Ward ('17)
1-1 Samúel Óskar Juliusson Ajayi ('22)
2-1 Fannar Orri Sævarsson ('24)
2-2 Magnús Þórir Matthíasson ('40)
3-2 Andri Gíslason ('86)

Víður úr Garði og Reynir Sandgerði mættust í Suðurnesjaslag í B-deild Lengjubikarsins og var montréttur í húfi.

Það var mikil barátta í þessum leik en í fyrri hálfleiknum komst Víðir tvisvar yfir en Reynir jafnaði tvisvar og var staðan 2-2 í hálfleik. Magnús Þórir Matthíasson, sem kom til Reynis á dögunum jafnaði metin stuttu fyrir hlé í 2-2.

Seinni hálfleikurinn var markalaus framan af og stefndi í það á tímapunkti að liðin myndu skiptast á jafnan hlut en annað kom á daginn þar sem Andri Gíslason skoraði sigurmark Víðis þegar lítið var eftir af venjulegum leiktíma.

Lokatölur 3-2 fyrir Víðismenn og var þetta þriðji sigur liðsins í fjórum leikjum. Góðar líkur eru á því að liðið endi í öðru sæti á eftir Gróttu sem hefur unnið riðilinn. Reynir er með einn sigur úr fimm leikjum.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner