Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. mars 2018 10:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neymar til Man Utd eða Man City?
Powerade
Neymar kemst, eins og svo oft áður, að hjá slúðurblöðunum.
Neymar kemst, eins og svo oft áður, að hjá slúðurblöðunum.
Mynd: Getty Images
Bale er mikið í slúðurpakka dagsins.
Bale er mikið í slúðurpakka dagsins.
Mynd: GettyImages
Það voru líklega einhverjir sem vöktu frameftir og sáu Ísland liggja í valnum gegn Mexíkó. Núna ætlum við að skoða slúðrið!



Manchester City og Manchester United munu reyna að kaupa Neymar (26) ef hann ákveður að yfirgefa Paris Saint-Germain. Real Madrid hefur líka áhuga. (Mundo Deportivo)

Það að Jose Mourinho, stjóri Man Utd, hafi oftar en einu sinni gagnrýnt Luke Shaw (22) opinberlega er að eyðileggja möguleika liðsins að fá Gareth Bale (28) frá Real Madrid í sumar. Bale er hjá sömu umboðsskrifstofu og Shaw. (Daily Mail)

Bale mun fara frá Real Madrid til Manchester United ef Zinedine Zidane verður áfram við stjórnvölinn hjá Real. (Mirror)

Ryan Giggs, fyrrum leikmaður Man Utd en núverandi landsliðsþjálfari Wales, hefur hvatt Bale að vera áfram í Madríd frekar en að fara aftur í ensku úrvalsdeildina. (Express)

Marcus Rashford (20), leikmaður Man Utd, er á óskalista Real Madrid fyrir sumarið. (Sport)

Real Madrid gerði tilraun til að reyna að næla í Edin Dzeko (32) sóknarmann Roma í janúar. (Marca)

Manchester City og Manchester United vilja bæði líka fá Jerome Boateng (29), varnarmann frá Bayern München. (Sun)

Hinn stórefnilegi Ryan Sessegnon (17) gæti hafnað stórliðunum úr ensku úrvalsdeildinni í sumar ef Fulham kemst upp úr Championship-deildinni. (Sun)

Enska úrvalsdeildin mun prófa myndbandsdóngæslu í hverjum einasta leik á næstu leiktíð. (Times)

Manuel Lanzini (25) segist vera „mjög ánægður" hjá West Ham. (Heimasíða West Ham)

Markvörðurinn Martin Dubravka (29) verður keyptur til Newcastle, þar sem hann hefur verið á láni, ef félaginu tekst að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. (Northern Echo)
Athugasemdir
banner
banner