lau 24. mars 2018 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Otamendi: Allt verður erfiðara án Messi
Mynd: Getty Images
Töframaðurinn Lionel Messi kom ekki við sögu í gær þegar Argentína lagði Ítalíu að velli í vináttulandsleik. Ever Banega og Manuel Lanzini skoruðu mörkin í fjarveru Messi.

Blaðamenn spurðu auðvitað út í Messi að leik loknum en varnarmaðurinn Nicholas Otamendi segir að það sé alltaf auðveldara að spila þegar Messi er með þér í liði.

„Þegar Messi er ekki að spila, þá verður allta erfiðara," sagði Otamendi en Messi var ekki með vegna meiðsla.

„Þegar Messi spilar, þá nær hann að laða marga leikmenn að sér. Hann gerir okkur auðveldara fyrir."

Það mun mikið mæða á Messi á HM í sumar. Þar eru Argentínumenn með Króatíu, Nígeríu og okkur Íslendingum í riðli.

Sjá einnig:
Myndband: Ísland verður að passa að Messi geri þetta ekki
Athugasemdir
banner
banner
banner