Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 24. mars 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Rúnar Kri: Stökkið mjög stórt úr 2. flokki upp í meistaraflokk
Rúnar Kristinsson tók við KR í haust.
Rúnar Kristinsson tók við KR í haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR ætlar í samstarf við KV.
KR ætlar í samstarf við KV.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Rúnar Kristinsson er gestur vikunnar hjá Gunnlaugi Jónssyni í hlaðvarpsþættinum Návígi. Þar ræðir Rúnar Kristinsson meðal annars um veruleika ungra leikmanna á Íslandi.

Smelltu hér til að hlusta á Rúnar Kristins í Návígi

Rúnar tók við þjálfun KR á nýjan leik síðastliðið haust. Undanfarin ár hefur verið umræða í gangi þess efnis að fáir ungir leikmenn fái tækifæri í Pepsi-deildinni, meðal annars hjá KR. Rúnar ræddi þessi mál í Návígi.

„Í flestum tilfellum er stökkið mjög stórt frá því að vera í 2. flokki upp í meistaraflokk. Sértaklega hjá þeim liðum í Pepsi sem ætla sér að vinna Íslandsmótið. KR, Stjarnan, Breiðablik, Valur og FH eru allt lið með bestu fótboltamennina á Íslandi innan sinna raða," sagði Rúnar.

„Það þarf að brúa þetta bil því að leikir í 2. flokki eru á allt öðrum styrkleika heldur en leikir í meistaraflokki. Bæði líkamlega og andlega. Stökkið er svolítið langt."

„Við eigum fullt af ungum og efnilegum strákum í KR. Þeir æfa með okkur og fá sinn möguleika á æfingum til að sýna sig og sanna. Ég hef sagt við þá að ef þeir eru nógu góðir þá spila þeir fyrir mig. Það skiptir ekki máli hvorrt þeir eru 15 eða 40 ára. Þetta snýst um það að þú sért nægilega góður. Félögin sem eru að leggja áherslu á að vinna bikara geta ekki leyft sér að nota leiki í tilraunastarfsemi."


Ætla í samstarf við KV
KV, Knattspyrnufélag Vesturbæjar, hefur undanfarin ár leikið í 2. deild en liðið féll síðastliðið haust og spilar í 3. deild í sumar. Rúnar segir að stefnan sé sett á samstarf KR og KV.

„Við erum búnir að skrá til leiks á Íslandsmótinu í sumar sameiginlgt lið KR og KV. Þá geta leikmenn spilað með 2. flokki og KV í 3. deildinni," sagði Rúnar.

„Ég er algjörlega hlynntur því að KR og KV reyni einhvernegin að vinna saman. Bæði lið geta notið góðs af því samstarfi. Við þurfum að brúa bil frá því að þú ert 19 ára gaur í 2. flokki. Þú þarft að fá meistaraflokksreynslu og spila við karlmenn sem eru líkamlega sterkari. Þá er vettvangurinn kannski sá að spila fleiri leiki í 2 og 3. deild og fá þannig reynslu. Það hefur ekki gengið vel að hafa U23 ára keppni eða eitthvað þannig fyrir varamennina. VIð þurfum að finna lausn á því. Það er fullt af efnilegum strákum á öllu landinu sem hafa ekki nógu góðan vettvang til að spila. Þegar 2. flokkurinn er búinn er voða lítið sem tekur við ef þú kemst ekki í aðalliðið í meistaraflokki."


Smelltu hér til að hlusta á Rúnar Kristins í Návígi
Til að nálgast þættina í Apple tækjum þarf einungis að leita að "Fótbolti.net" í iTunes Podcast, eða sambærilegum forritum s.s Overcast.

Á sama hátt er hægt að nálgast þættina í Android tækjum með því að nota sambærileg forrit, s.s Pocket Casts eða Podcast Addict, og leita að "Fótbolti.net".


Fyrri návígi:
Heimir Guðjónsson - Fyrri hluti
Heimir Guðjónsson - Seinni hluti
Heimir Hallgrímsson
Ólafur Jóhannesson
Ólafur Kristjánsson
Athugasemdir
banner
banner