Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. mars 2018 12:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Sanchez er sorgmæddur"
Mynd: Getty Images
„Það er erfitt að fara frá Arsenal yfir í Manchester United," segir Reinaldo Rueda, landsliðsþjálfari Síle, er hann er spurður út í stjörnuleikmann sinn Alexis Sanchez.

Sanchez, sem er 29 ára að aldri, hefur átt í erfiðleikum frá því hann kom til United í janúar og aðeins skorað eitt mark í 10 leikjum. Sanchez er mikið í boltanum en hefur lítið gert við hann, annað en að tapa honum til mótherjans.

Landsliðsþjálfari Síle segir að Sanchez sé sorgmæddur, hann viti það best sjálfur að hann sé að spila illa.

„Hann er sorgmæddur vegna þess að hann vill sýna hversu góður hann er og honum hefur ekki tekist það hingað til."

Rueda hefur fulla trú á því að Sanchez nái að betrumbæta frammistöðu sína með United.

Sanchez er í augnablikinu í landsliðsverkefni með Síle en Rueda staðfestir það að Sanchez hefði beðið um frí í þessu verkefni til þess að vera eftir í Manchester.

„Í febrúar bað hann mig um að fá að vera eftir hjá félagi sínu, til að aðlagast. En hann ákvað að koma hingað og við vonumst til að geta hjálpað honum," sagði Rueda.

Hér að neðan er mynd af Sanchez á landsliðsæfingu með Síle. Þar virðist hann bara nokkuð brattur.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner