Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 24. mars 2018 11:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu Layun setja boltann yfir Rúnar Alex
Icelandair
Jóhann Berg með boltann í leiknum í nótt. Layung fylgist með í fjarska.
Jóhann Berg með boltann í leiknum í nótt. Layung fylgist með í fjarska.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland fékk skell gegn Mexíkó í nótt en úrslitin voru of stór miðað við það hvernig leikurinn spilaðist.

Marco Fabian kom Mexíkó yfir úr aukaspyrnu undir lok fyrri hálfleiksins en í þeim seinni gerði Miguel Layun, leikmaður Sevilla á Spáni, tvö mörk til viðbótar.

Seinna mark hans var ansi skrautlegt en hann skaut þá yfir Rúnar Alex Rúnarsson í marki Íslands af löngu færi. Rúnar Alex bjóst við fyrirgjöfinni og Layun nýtti sér það með því að lyfta boltanum yfir markvörðinn efnilega.

„Layun skorar furðulegt mark. Hann er um 25 metra frá marki á móts við vítateigslínuna hægra megin. Rúnar Alex bjóst við fyrirgjöfinni og Layun nýtti sér það með því að lyfta boltanum yfir hann. Vel gert hjá Layun en Rúnar Alex er eflaust ekki sáttur með þetta mark," sagði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, hefur unnið með Rúnari Alexi og hann sagði að atvikið myndi fara í reynslubankann hjá honum. „Rúnar Alex er þannig skrúfaður saman að þetta herðir hann og gerir hann að betri leikmanni."

Hér að neðan er markið en með því að smella hér má sjá öll mörkin úr leiknum á vef RÚV.

Sjá einnig:
Rúnar Alex endaði sem markvörður eftir dvöl á spítala



Athugasemdir
banner
banner