Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. mars 2018 13:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfari Dortmund: Bolt er klárlega hæfileikaríkur
Bolt skemmti sér vel á æfingu Dortmund.
Bolt skemmti sér vel á æfingu Dortmund.
Mynd: Getty Images
Fljótasti maður sögunnar, Jamaíkumaðurinn Usain Bolt, er kominn yfir í fótboltann en hann æfði með Borussia Dortmund í gær.

Peter Stöger, þjálfari Dortmund, segir að Bolt eigi enn langt í land ef hann ætlar að verða fótboltamaður í hæsta gæðaflokki.

„Það sem skiptir mestu máli er að hann skemmti sér vel," sagði Stöger um hinn 31 árs gamla Bolt.

„Hann er klárlega hæfileikaríkur en hann á langt í land ef hann vill spila fótbolta með þeim bestu. Hann þarf allt öðruvísi líkamsburði í spretthlaupi en fótbolta, en þetta var skemmtilegt. Það var ánægjulegt fyrir okkur að hitta hann og vinna með honum."

Bolt er greinilega mjög áhugasamur um fótbolta en hann hefur líka tekið æfingar með Mamelodi Sundowns í Suður-Afríku og þá mun hann taka þátt í góðgerðarleik á Old Trafford í júní. Bolt hefur talað um að draumaliðið sitt sé Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner