banner
   lau 24. mars 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vináttuleikir: Króatía tapaði fyrir Perú
Carrillo fagnar hér með Christian Cueva og Jefferson Farfan
Carrillo fagnar hér með Christian Cueva og Jefferson Farfan
Mynd: Getty Images
Perú 2 - 0 Króatía
1-0 Andre Carrillo ('12)
2-0 Edison Flores ('49)
Rautt spjald: Yoshimar Yotun ('75, Perú)

Króatía er með Íslandi í riðli á HM og mætti Perú í nótt í Miami. Perú er næsti andstæðingur Íslands í undirbúningnum fyrir Heimsmeistaramótið.

Andre Carrillo, kantmaður Watford, kom Perú yfir snemma leiks og tókst Króötum ekki að jafna þrátt fyrir góð færi.

Edison Flores tvöfaldaði forystu Perú snemma í síðari hálfleik og misstu Suður-Ameríkubúarnir Yoshimar Yotun af velli með rautt spjald þegar stundarfjórðungur var eftir.

Króatar náðu ekki að minnka muninn og góður sigur Perú staðreynd.
Athugasemdir
banner
banner
banner