Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 24. apríl 2014 14:30
Magnús Már Einarsson
„Ég og Raggi Bjarna yrðum eitrað dúó"
,,Hver veit nema við tökum lagið saman einn daginn? Það væri draumur.
,,Hver veit nema við tökum lagið saman einn daginn? Það væri draumur."
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég sé alls ekki eftir því að hafa farið í Fram en vonandi fæ ég tækifæri til að spila aftur með Þrótti síðar.
,,Ég sé alls ekki eftir því að hafa farið í Fram en vonandi fæ ég tækifæri til að spila aftur með Þrótti síðar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Hann sagði ,,Ari, I kill you“  þegar ég gerði vitleysur.
,,Hann sagði ,,Ari, I kill you“ þegar ég gerði vitleysur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég er alltaf jafn hissa þegar ég sé boltann í netinu.
,,Ég er alltaf jafn hissa þegar ég sé boltann í netinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég hef verið kallaður Snekkjan og Bjarnþór Ben.
,,Ég hef verið kallaður Snekkjan og Bjarnþór Ben.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nafn: Arnþór Ari Atlason
Aldur: 20 ára
Staða: Varnarmaður
Twitter: Twitter.com/Arnthoratla

Arnþór Ari Atlason mun færa sig um set í Laugardalnum og spila heimaleiki sína með Fram á Laugardaslvelli í sumar eftir að hafa leikið með Þrótturum á Valbjarnarvelli allan sinn feril. Arnþór Ari ákvað að taka skrefið í Pepsi-deildina síðastliðið haust en hann segist kveðja Þrótt með söknuði.

,,Maður er búinn að vera þarna síðan maður byrjaði að spila fótbolta og það er mjög erfitt að fara og erfiðara en ég bjóst við. Það er erfitt að keyra framhjá Valbjarnarvelli og Þróttaravellinum þegar maður er á leið í Safamýrina á æfingar. Það kitlar alltaf að beygja niður í Laugardalinn. Ég sé alls ekki eftir því að hafa farið í Fram en vonandi fæ ég tækifæri til að spila aftur með Þrótti síðar,“ sagði Arnþór við Fótbolta.net.

,,Það spilaði margt inn í þessa ákvörðun. Ég vildi alltaf fara upp um deild með Þrótti en ég náði því ekki á þremur árum í meistaraflokki þar. Fram hafði áhuga síðastliðið haust sem og önnur lið en mér fannst þeir sýna mestan áhuga. Ég talaði við Bjarna (Guðjónsson) og leist vel á hvernig þeir ætla að byggja þetta upp.“

Á Valbjarnarvelli allan daginn
Arnþór Ari hefur á sumrin verið vallarstarfsmaður á heimavelli Þróttar og því hefur hann nánast dvalið í Laugardalnum allan daginn.

,,Ég hef unnið á vellinum hjá Þrótti í nokkur ár þannig að ég hef verið á Valbjarnarvelli frá 8 á morgnanna til 10 á kvöldin á hverjum degi. Það gerir það ennþá erfiðara að þurfa að fara frá Þrótti. Ég mun sakna þess að fá ekki að vinna á Valbjarnarvelli í sumar, núna þarf maður að leita að annarri vinnu.“

19. október í fyrra tilkynntu Þróttarar að Arnþór Ari væri kominn til félagsins. Samkomulag á milli félaganna lá þó ekki fyrir þá en það mál leystist fyrir lok mánaðarins.

,,Þetta var eitthað bíó. Þetta var einhver misskilningur á milli forráðamanna félaganna en það var fljótt að lagast og það urðu engir eftirmálar. Þetta var smá pirrandi en þetta leystist mjög fljótt.“

Zoran létt furðulegur
Framarar vildu upphaflega frá Arnþór Ara í sínar raðir í félagaskiptaglugganum í júlí í fyrra en ekkert varð af því. ,,Það var áhugi frá þeim í fyrrasumar en það gekk ekki þá. Ég skal alveg viðurkenna að ég var smá pirraður að fá ekki að fara en Þróttur var í botnbaráttu og maður vildi ekki fara frá félaginu þá.“

Zoran Miljkovic tók við Þrótti um mitt sumar og Arnþór Ari var ekki alltaf í liðinu hjá honum. ,,Hann var ekki alveg að fíla kallinn,“ segir Arnþór Ari hlæjandi þegar talið berst að Zoran.

,,Ég ber samt virðingu fyrir honum, hann er flottur þjálfari en öðruvísi en maður er vanur. Það var gaman að kynnast því og maður lærði eitthvað af honum. Hann bauð eiginlega bara upp á færslur og taktík og hann er létt furðulegur. Það er samt gaman að honum.“

Zoran var duglegur að láta Arnþór Ara og fleiri leikmenn Þróttar heyra það. ,,Hann kallaði mig alltaf Ari af því að hann á erfitt með að bera Arnþór. Hann sagði ,,Ari, I kill you“ þegar ég gerði vitleysur. Ég hló bara að því,“ sagði Arnþór en liðsfélagar hans Hlynur Hauksson, Karl Brynjar Björnsson og Sveinbjörn Jónasson gáfu honum bol með ummælum Zoran eftir tímabilið. ,,Það var mjög flott gjöf, ein sú besta sem ég hef fengið.“

Ekki með ,,sexy marka record“
Arnþór Ari leikur framarlega á miðjunni en hann hefur einungis skorað 7 mörk í 70 leikjum með Þrótti. Í vetur hefur hann hins vegar skorað jafnmörg mörk í einungis 13 leikjum með Fram.

,,Það kemur mér sjálfum á óvart. Ég hef ekki verið með sexy marka record í gegnum tíðina. Ég er alltaf jafn hissa þegar ég sé boltann í netinu. Vonandi heldur þetta áfram í sumar.“

Miklar breytingar urðu á liði Fram síðastliðið haust en kjarninn í liðinu er í dag á svipuðum aldri og Arnþór. ,,Þetta er mjög gaman. Það eru margir nýir strákar á sama aldri og við höfum náð að smella vel saman. Við erum ungir en við erum allir góðir í fótbolta og ættum að geta höndlað Pepsi-deildina.“

,,Við erum líka með reynslubolta eins og Jóa Kalla og Viktor Bjarka. Þeir eru svolítið eins og pabbar í hópnum og við getum lært mikið af þeim sem og Bjarna þjálfara. Hann veit heilmikið um fótbolta og er með mjög mikla reynslu. Hann veit nákvæmlega hvernig hann vill að við spilum og er mjög flottur þjálfari. Ég hlakka til að fá að starfa með honum í sumar.“


Með Ragga Bjarna á snekkju
Arnþór Ari útskrifaðist úr Verzlunarskólanum fyrir ári og hóf nám í viðskiptafræði í HR síðastliðið haust. Á dögunum sló hann í gegn í tónlistarmyndbandi viðskiptafræðideildar HR en það myndband skilaði sigri í söngvakeppni skólans. Lagið ber nafnið ,,Gráðan“ en í myndbandinu lifir Arnþór Ari í velllystingum.

,,Ég var ekki viss um hvort það væri asnalegt eða ekki en ég ákvað síðan að slá til og hafa gaman að þessu. Nemendafélagið lagði mikinn metnað í þetta og það var fyndið og gaman að taka þátt í þessu,“ sagði Arnþór Ari.

,,Ég er búinn að fá að finna fyrir því í klefanum eftir þetta. Ég hef verið kallaður Snekkjan og Bjarnþór Ben en maður verður að hafa gaman að þessu,“

Arnþór Ari er ekki óvanur söngvari en hann hefur áður tekið þátt í söngvakeppni. ,,Ég lít ekki á mig sem stórsöngvara en ég er eitthvað að leika mér. Ég tók þátt í Vælinu, söngvakeppni Verzló, og að mínu mati var ég með besta atriðið þar en dómnefndin var ekki sammála.“

Í tónlistarmyndbandinu í HR er Arnþór Ari meðal annars með hinum eina sanna Ragga Bjarna á snekkjunni. ,,Það var mjög fyndið. Hann var til í allt og vildi gera meira og meira. Hver veit nema við tökum lagið saman einn daginn. Það væri draumur. Við yrðum eitrað dúó ég og Raggi,“ sagði Arnþór Ari brosandi að lokum.

Sjá einnig:
„Fínt að fá sínar 15 mínútur af frægð í bíómynd“ (Hörður Sveins)
Heyrnarlaus og borðar hamborgara fyrir leiki (Orri Hjaltalín)
„Ég var létt geggjaður“ (Ragnar Bragi Sveinsson)
„Út í hött að meiðast í 15-0" (Aron Elís Þrándarson)
Úr utandeildinni í Pepsi-deildina (Haukur Lárusson)
Athugasemdir
banner
banner
banner