Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 24. apríl 2014 10:50
Elvar Geir Magnússon
Everton vill Cleverley og Welbeck
Powerade
Cleverley er umdeildur meðal stuðningsmanna Manchester United. Hann og Danny Welbeck eru báðir orðaðir við Everton.
Cleverley er umdeildur meðal stuðningsmanna Manchester United. Hann og Danny Welbeck eru báðir orðaðir við Everton.
Mynd: Getty Images
Rafa Benítez vill fá Daniel Agger til Napoli.
Rafa Benítez vill fá Daniel Agger til Napoli.
Mynd: Getty Images
Verður Roy Keane aðstoðarstjóri Manchester United?
Verður Roy Keane aðstoðarstjóri Manchester United?
Mynd: Getty Images
Sumardagurinn fyrsti er runninn upp og við óskum lesendum okkar svo innilega til hamingju með það. Það styttist í félagaskiptaglugga sumarsins og fjölmargar kjaftasögur eru í gangi. BBC tók saman þennan slúðurpakka.

Barcelona mun reyna að fá David Luiz, miðjumann Chelsea, í sumar eftir að félagaskiptabanni félagsins var aflétt. (TalkSport)

Jose Mourinho gæti ekki orðið að þeirri ósk sinni að fá Diego Costa frá Atletico Madrid því Roman Abramovich, eigandi Chelsea, vill frekar fá Edinson Cavani frá PSG. (Daily Express)

Barcelona hefur blandað sér í eltingaleikinn um belgíska landsliðsvarnarmanninn Jan Vertonghen hjá Tottenham. Roma vill einnig fá leikmanninn. (Daily Mirror)

Roberto Martinez, stjóri Everton, er sagður vera að íhuga kaup á Tom Cleverley, miðjumanni Manchester United og enska landsliðsins. Cleverley er hugsaður sem arftaki Leon Osman sem orðinn er 33 ára. (Daily Mail)

Everton er einnig að íhuga að gera tilboð í Danny Welbeck, sóknarmann Manchester United og enska landsliðsins. (Daily Express)

Þar sem óvissa ríkir um framtíð markvarðarins Tim Krul er Newcastle að skoða Jeroen Zoet (23 ára) sem spilar fyrir PSV Eindhoven og Fraser Forster (26) markvörð Celtic. (Newcastle Journal)

Monaco hefur boðið Newcastle að kaupa sóknarmanninn Emmanuel Riviere (24) fyrir 4,5 milljónir punda. Talið er að Newcastle muni hafna boðinu en leikmaðurinn hefur skorað 13 mörk í 33 leikjum á tímabilinu. (Newcastle Chronicle)

Rafael Benítez, fyrrum stjóri Liverpool, vill kaupa varnarmanninn Daniel Agger til Napoli í sumar. (Daily Express)

Newcastle mun gera endurbætt tilboð í serbneska miðjumanninn Filip Djuricic (22) hjá Benfica. (TalkSport)

Calum Chambers, 19 ára leikmaður Southampton, gæti farið til Arsenal til að fylla skarð Bacary Sagna sem er líklega á förum. (Daily Mail)

Newcastle og Sunderland eru bæði á eftir vængmanninum Diego Capel (26) hjá Sporting Lissabon. (TalkSport)

David Moyes sakaði leikmenn Manchester United um að spila eins og stelpur meðan hann stýrði liðinu. Hann taldi þá vera að reyna að láta sig fá brottrekstur. (The Sun)

Ryan Giggs sagði við leikmenn á fyrsta fundi sínum með þeim sem knattspyrnustjóri: Nú munum við spila aftur eins og Manchester United. (Daily Telegraph)

Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, gæti verið ráðinn aðstoðarmaður Louis van Gaal ef Hollendingurinn verður ráðinn. (Independent)

Arsene Wenger (64), stjóri Arsenal, áætlar að skrifa undir nýjan samning við félagið í sumar. Þá hyggst hann eyða 70 milljónum í að endurbæta lið sitt. (Daily Mirror)

Hugo Lloris (27) markvörður Tottenham segir að liðið þurfi að sýna meiri karakter. (Daily Star)

Yfirtaka á Birmingham færist nær en fimm tilboð voru skoðuð á stjórnarfundi hjá félaginu. (Birmingham Mail)

Harry Redknapp, stjóri QPR, segist hafa fengið tilboð í nokkra leikmenn sína en ætli ekki að taka neina ákvörðun fyrr en í ljós kemur í hvaða deild liðið verði í. (GetWestLondon)

Barcelona skoðar leikmenn til að styrkja hóp sinn. Thiago Silva (29) hjá PSG, Aymeric Laporte (19) hjá Athletic Bilbao, Mateo Musacchio (23) hjá Villarreal, Inigo Martinez (22) hjá Real Sociedad og Fabian Schar (22) hjá Basel hafa verið nefndir. (Marca)

Inter bíður eftir tilboðum í markvörðinn Samir Handanovic (29). AS Monaco, Atletico Madrid, Manchester City og Real Madrid hafa sýnt áhuga á slóvenska landsliðsmanninum. (Tuttosport)

Bayer Leverkusen hefur sent inn fyrirspurnir um tyrkneska landsliðsmanninn Hakan Calhanoglu (20) hjá Hamburg en Liverpool hefur einnig áhuga á þessum miðjumanni. (Bild)

Juventus er enn í óvissu um hvort framlengja eigi samning við Mauricio Isla. (Tuttosport)

Athugasemdir
banner
banner
banner