Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 24. apríl 2014 11:30
Elvar Geir Magnússon
FA refsar Chelsea ekki fyrir að nota varalið gegn Liverpool
Mourinho er vinsæll þegar kemur að bolamyndatökum.
Mourinho er vinsæll þegar kemur að bolamyndatökum.
Mynd: Getty Images
Chelsea mun ekki fá refsingu frá enska knattspyrnusambandinu ef knattspyrnustjórinn Jose Mourinho teflir fram varaliði gegn Liverpool á sunnudag.

Reglum hefur verið breytt síðan Blackpool fékk umtalaða sekt 2011 fyrir að hvíla of marga leikmenn.

Mourinho hefur sagt að forgangsatriði sé Meistaradeildin þar sem Chelsea mætir Atletico Madrid í undanúrslitaleik í næstu viku, þremur dögum eftir leikinn gegn Liverpool. Hann hefur talað um að spila á varaliði á sunnudag og hefur fengið grænt ljós til þess frá Roman Abramovich.

Chelsea varð síðast Englandsmeistari 2010 en liðið er í öðru sæti núna, fimm stigum á eftir Liverpool og aðeins stigi á undan Manchester City sem á leik til góða.

Miðjumennirnir Frank Lampard og John Obi Mikel spila líklega báðir á Anfield þar sem þeir eru í banni í seinni leiknum gegn Atletico. Þá eru Nemanja Matic og Mohamed Salah ekki löglegir í Evrópuleiknum.

Þrátt fyrir að Mourinho muni stilla upp „veiku liði" gegn Liverpool er líklegt að byrjunarlið Chelsea verði dýrara en Liverpool þegar farið er eftir kaupverði.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner