banner
   fim 24. apríl 2014 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Fær að vita í maí hvort hann fái vinnu hjá Arsenal
Sigurður Hilmar Guðjónsson.
Sigurður Hilmar Guðjónsson.
Mynd: Úr einkasafni
Íslendingahópur á Arsenal leik.
Íslendingahópur á Arsenal leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Hilmar.
Sigurður Hilmar.
Mynd: Stefán Hilmarsson
Sigurður Hilmar Guðjónsson viðskipta- og markaðsfræðingur og varaformaður Arsenalklúbbsins á Íslandi hefur farið í gegnum þónokkra niðurskurði hjá Arsenal og er einn af þremur sem kemur til greina sem næsti Supporter Liaison officer (SLO) hjá knattspyrnuliðinu Arsenal í London.

Hvað er SLO?
Þetta er tengiliður stuðningsmanna Arsenal við klúbbinn sjálfan. Hann sér um öll samskipti milli stuðningsmanna og klúbbsins, fundar reglulega með yfirmönnum og kemur skilaboðum bæði frá þeim til stuðningsmanna og svo frá stuðningsmönnum til yfirmanna sinna. Hann heldur utan um alla opinbera stuðningsmannaklúbba, útdeilir handa þeim miðum, skipuleggur hópferðir, skoðunarferðir og sér til þess að aðdáendur sem eiga miða komast á völlinn áður en leikur hefst.

Er bara Arsenal sem er með svona starfsmann?
Nei, stærstu klúbbar í Evrópu ber skylda að hafa SLO. Fengu ekki réttindi til að taka þátt deildarkeppnum eða Evrópukeppnum ef SLO væri ekki til staðar. Sumstaðar eins og hjá Wigan þá er þetta sjálfboðastarf en hjá stórum klúbbi eins og Arsenal þá er þetta bæði vel launað og virt staða. Sú sem er að hætta núna hefur verið hjá Arsenal síðan 1970 þó hún hefi ekki fengið titilinn SLO fyrr en 2001. Þegar hún hóf störf þá voru til 8 opinberir stuðningsmannaklúbbar Arsenal, í dag eru þeir 140 og 20 sem bíða eftir því að fá leyfi.

Hvað varð til þess að þú sóttir um þessa stöðu?
Í raun bara tilviljun! Ég vissi að Jill (núverandi SLO hjá Arsenal) væri að hætta en var aldrei búinn að hugsa út í það að sækja um. Ég var svo andvaka eina nóttina eftir hálskirtlatöku sem ég fór í, var að vafram um á www.arsenal.com og sá þá link sem leiddi mig á umsóknarsíðuna fyrir þessa stöðu. Það voru 15 mínútur þangað til umsóknarfrestur rann út þannig að ég bara henti inn umsókn og hélt það ég myndi ekkert heyra meir frá Arsenal. En fljótlega þá fékk ég tölvupóst frá starfsmannastjóra Arsenal sem spurði mig að nokkrum spurningum. T.d. hvort ég vissi að ég þyrfti að flytja út fengi ég þessa stöðu og hvort ég væri búinn að kynna mér handbók SLO frá UEFA. Ég fór beint að tala við fjölskylduna og las svo þennan doðrant frá UEFA.

Hvað gerðist svo?
Svo fékk ég tölvupóst og sagt að ég væri einn af sjö sem eftir væri, af rúmlega 150 sem sóttu um og það yrði hringt í mig miðvikudaginn 5. mars þar sem ég yrði spurður út í þekkingu mína á Arsenal, SLO og almennt um sjálfan mig. Símaviðtalið gekk nokkuð vel. Ég einblíndi mikið á það að ég þekki þessa stöðu vel þar sem ég hef verið í daglegum samskiptum við Jill í nokkur ár. Auk þess að sitja nokkra fundi með henni og að Arsenal finni ekki marga sem hafa jafn mikið passion fyrir Arsenal og ég. Þetta hefur virkað því yfir Man City leiknum sem var 29. mars þá fékk ég að kynnast starfinu almennilega. Fékk að hitta yfirmann Jill, sem yrði þá yfirmaður minn. Kynntist starfinu á leikdegi, fékk að vita að það starfa um 320 mann á skrifstofunni hjá Arsenal. Ég held að þeir nái ekki 20 hjá KSÍ. Auk þess þá fékk að ég heyra það að Jill svara um það bil 400 tölvupóstum á dag auk þess að hitta lögreglumenn, yfirmann öryggismála hjá Arsenal bæði fyrir og eftir hvern einasta leik hjá Arsenal. Þar komst ég svo að því að svar frá Arsenal ætti að koma í maí.

Arsenal er gríðarlega vel rekið fyrirtæki og til þess að láta svona gott batterí virka þá þarf að ráða hæfasta fólkið í hverri stöðu. Þetta er ein af fáum stöðum hjá Arsenal þar sem gerð er krafa til þess að viðkomandi haldi með Arsenal og Hilmar eins og hann vill láta kalla sig er einn sá allra mesti aðdáandi sem finnst á landinu ef ekki heimunum. Við vonum svo sannarlega að hann fá jákvætt svar frá Arsenal í maí. Ef ekki þá má hann vera stoltur fyrir það að ná svona langt.
Athugasemdir
banner
banner
banner