fim 24. apríl 2014 15:40
Elvar Geir Magnússon
Framarar útiloka að spila í Eyjum í 1. umferð
Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram.
Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ljóst er að leikur Fram og ÍBV í 1. umferð Pepsi-deildarinnar 4. maí verður leikinn í Laugardalnum. Framarar útiloka að víxla heimaleikjum svo leikurinn verður nánast pottþétt leikinn á gervigrasvellinum í Laugardal.

Framkvæmdastjóri KSÍ útilokaði í gær að Laugardalsvöllur yrði tilbúinn í 1. umferð og hafa Framarar óskað eftir því að leika á gervigrasvelli Þróttar.

„Við höfum skoðað þetta mál ítarlega og þetta er niðurstaðan. Við erum með nýtt lið og teljum að það sé hentugast að búa til heimaleikjastemningu í Laugardalnum í fyrsta leik. Við höfum verið að spila á gervigrasi í allan vetur," segir Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram.

„Við fórum og skoðuðum aðstæður og leist vel á. Þróttararnir tóku vel á móti okkur. Ofan á það vitum við ekki hvort Eyjamenn hefðu verið til í að víxla."

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari ÍBV, segir það leiðinlegt að missa af leik á þjóðarleikvangnum. Hásteinsvöllur í Vestmannaeyjum er í ágætu standi og leikið verður á honum í 2. umferð.

„Völlurinn okkar fór illa í fyrra, sérstaklega á miðjunni. En hann lítur ágætlega út núna, allavega talsvert betur en vellirnir í Reykjavík," segir Sigurður Ragnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner