Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 24. apríl 2014 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Ekkert lið betra en Real Madrid
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, þjálfari Bayern München í Þýskalandi, segir að ekkert lið sé betra en Real Madrid eftir að þýska liðið tapaði fyrir því spænska með einu marki gegn engu í gær.

Karim Benzema skoraði eina mark leiksins er Real Madrid sigraði Bayern München með einu marki gegn engu í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu á Santiago Bernabeu í gær.

Bayern hélt boltanum vel í gær en tókst þó ekki að brjóta niður varnarmúr Madrídinga, sem kost yfir strax á 19. mínútu.

,,Við töpuðum. Þetta var erfiður leikur en það er enn seinni leikurinn eftir og við munum reyna að koma öllum í stand fyrir þann leik," sagði Guardiola.

,,Það er ekkert lið betra í heiminum en Real Madrid og okkur vantaði bara mark. Núna verðum við að skora tvö eða þrjú mörk í seinni leiknum og við ætlum að reyna að vinna að því að ná því markmiði," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner